Læknir PSG gáttaður á Guðjóni Vali: Fertugur en spilar eins og hann sé þrítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson vakti mikla lukku í æfingabúðum PSG fyrir tímabilið. Getty/Anthony Dibon Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér. Franski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér.
Franski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita