Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. september 2019 06:00 Næsta sameining gæti orðið milli fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Djúpivogur er eitt þeirra en kosið verður í lok október. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem lögð er fram svona metnaðarfull stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þótt tillögur ráðherrans lúti að fleiri atriðum en sameiningu sveitarfélaga hefur tillagan um lágmarksíbúafjölda fengið langmesta athygli og skapað mestar umræður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakt aukalandsþing sambandsins verður haldið á morgun en þar verður fjallað um stefnumótandi áætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Drög að þingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miðjan ágúst. Þar er meðal annars að finna tillögur um að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi 250 og eitt þúsund frá kosningunum 2026. Er meðal annars gert ráð fyrir allt að 15 milljarða króna stuðningi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameininga. Nú hafa drög að reglum um úthlutun styrkja vegna sameininga verið gerð. Hvert sveitarfélag getur séð nákvæmlega hvernig framlög til þeirra gætu orðið miðað við tillögurnar.Aldís Hafsteinsdóttir„Það er auðvitað mjög mikilvægt að sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið geti haft þetta til hliðsjónar þegar möguleikar á sameiningum eru skoðaðir. Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkisvaldið er tilbúið að setja í sameiningarverkefni,“ segir Aldís. Hún segir sambandið þó leggja mikla áherslu á að hér muni verða um viðbótarfjármuni inn í Jöfnunarsjóð að ræða. Samkvæmt drögum að reglum um stuðning til að greiða fyrir sameiningu fá öll sveitarfélög 100 milljón króna styrk til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu. Framlög til skuldajöfnuðar, sem eru reiknuð út frá skuldahlutfalli, geta að hámarki orðið 400 milljónir. Þá verður sérstakt byggðaframlag veitt þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjölgun hefur verið undir árlegu meðaltali á landsvísu sem getur mest orðið 200 milljónir. Aldís segir að eðlilega séu skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarfólks þegar kemur að tillögum um lágmarksíbúafjölda. „Það eru alls konar sjónarmið uppi. Þetta snýst um tilfinningar, fjárhagslega hagsmuni, aðstöðu og landfræðilegar staðreyndir. Þarna erum við auðvitað að tala um mjög stórt og viðamikið mál og mikla stefnubreytingu,“ segir Aldís. Hún segist eiga von á góðum og hreinskiptnum umræðum á þinginu á morgun. „Ég vona svo sannarlega að sveitarstjórnarfólk beri gæfu til að hugsa til framtíðar. Með hvaða hætti við getum brugðist við þeirri þróun sem er óumflýjanleg og þeim áskorunum sem framtíðin felur í sér.“ Þá þurfi að horfa til þátta eins og fjórðu iðnbyltingarinnar og þeirra tækninýjunga sem séu að verða að veruleika. Þeirri þróun fylgi alls konar möguleikar fyrir landsbyggðina sem sterk og öflug sveitarfélög verði að geta nýtt sér eigi þau að dafna til framtíðar. „Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að til langrar framtíðar séu sveitarfélög, sem hafa jafnvel innan við 100 íbúa, fær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber til að hægt sé að veita íbúum þessa lands tiltölulega sambærilega þjónustu, sama hvar er.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem lögð er fram svona metnaðarfull stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þótt tillögur ráðherrans lúti að fleiri atriðum en sameiningu sveitarfélaga hefur tillagan um lágmarksíbúafjölda fengið langmesta athygli og skapað mestar umræður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakt aukalandsþing sambandsins verður haldið á morgun en þar verður fjallað um stefnumótandi áætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Drög að þingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miðjan ágúst. Þar er meðal annars að finna tillögur um að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi 250 og eitt þúsund frá kosningunum 2026. Er meðal annars gert ráð fyrir allt að 15 milljarða króna stuðningi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameininga. Nú hafa drög að reglum um úthlutun styrkja vegna sameininga verið gerð. Hvert sveitarfélag getur séð nákvæmlega hvernig framlög til þeirra gætu orðið miðað við tillögurnar.Aldís Hafsteinsdóttir„Það er auðvitað mjög mikilvægt að sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið geti haft þetta til hliðsjónar þegar möguleikar á sameiningum eru skoðaðir. Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkisvaldið er tilbúið að setja í sameiningarverkefni,“ segir Aldís. Hún segir sambandið þó leggja mikla áherslu á að hér muni verða um viðbótarfjármuni inn í Jöfnunarsjóð að ræða. Samkvæmt drögum að reglum um stuðning til að greiða fyrir sameiningu fá öll sveitarfélög 100 milljón króna styrk til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu. Framlög til skuldajöfnuðar, sem eru reiknuð út frá skuldahlutfalli, geta að hámarki orðið 400 milljónir. Þá verður sérstakt byggðaframlag veitt þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjölgun hefur verið undir árlegu meðaltali á landsvísu sem getur mest orðið 200 milljónir. Aldís segir að eðlilega séu skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarfólks þegar kemur að tillögum um lágmarksíbúafjölda. „Það eru alls konar sjónarmið uppi. Þetta snýst um tilfinningar, fjárhagslega hagsmuni, aðstöðu og landfræðilegar staðreyndir. Þarna erum við auðvitað að tala um mjög stórt og viðamikið mál og mikla stefnubreytingu,“ segir Aldís. Hún segist eiga von á góðum og hreinskiptnum umræðum á þinginu á morgun. „Ég vona svo sannarlega að sveitarstjórnarfólk beri gæfu til að hugsa til framtíðar. Með hvaða hætti við getum brugðist við þeirri þróun sem er óumflýjanleg og þeim áskorunum sem framtíðin felur í sér.“ Þá þurfi að horfa til þátta eins og fjórðu iðnbyltingarinnar og þeirra tækninýjunga sem séu að verða að veruleika. Þeirri þróun fylgi alls konar möguleikar fyrir landsbyggðina sem sterk og öflug sveitarfélög verði að geta nýtt sér eigi þau að dafna til framtíðar. „Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að til langrar framtíðar séu sveitarfélög, sem hafa jafnvel innan við 100 íbúa, fær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber til að hægt sé að veita íbúum þessa lands tiltölulega sambærilega þjónustu, sama hvar er.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira