Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. september 2019 06:00 Næsta sameining gæti orðið milli fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Djúpivogur er eitt þeirra en kosið verður í lok október. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem lögð er fram svona metnaðarfull stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þótt tillögur ráðherrans lúti að fleiri atriðum en sameiningu sveitarfélaga hefur tillagan um lágmarksíbúafjölda fengið langmesta athygli og skapað mestar umræður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakt aukalandsþing sambandsins verður haldið á morgun en þar verður fjallað um stefnumótandi áætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Drög að þingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miðjan ágúst. Þar er meðal annars að finna tillögur um að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi 250 og eitt þúsund frá kosningunum 2026. Er meðal annars gert ráð fyrir allt að 15 milljarða króna stuðningi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameininga. Nú hafa drög að reglum um úthlutun styrkja vegna sameininga verið gerð. Hvert sveitarfélag getur séð nákvæmlega hvernig framlög til þeirra gætu orðið miðað við tillögurnar.Aldís Hafsteinsdóttir„Það er auðvitað mjög mikilvægt að sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið geti haft þetta til hliðsjónar þegar möguleikar á sameiningum eru skoðaðir. Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkisvaldið er tilbúið að setja í sameiningarverkefni,“ segir Aldís. Hún segir sambandið þó leggja mikla áherslu á að hér muni verða um viðbótarfjármuni inn í Jöfnunarsjóð að ræða. Samkvæmt drögum að reglum um stuðning til að greiða fyrir sameiningu fá öll sveitarfélög 100 milljón króna styrk til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu. Framlög til skuldajöfnuðar, sem eru reiknuð út frá skuldahlutfalli, geta að hámarki orðið 400 milljónir. Þá verður sérstakt byggðaframlag veitt þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjölgun hefur verið undir árlegu meðaltali á landsvísu sem getur mest orðið 200 milljónir. Aldís segir að eðlilega séu skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarfólks þegar kemur að tillögum um lágmarksíbúafjölda. „Það eru alls konar sjónarmið uppi. Þetta snýst um tilfinningar, fjárhagslega hagsmuni, aðstöðu og landfræðilegar staðreyndir. Þarna erum við auðvitað að tala um mjög stórt og viðamikið mál og mikla stefnubreytingu,“ segir Aldís. Hún segist eiga von á góðum og hreinskiptnum umræðum á þinginu á morgun. „Ég vona svo sannarlega að sveitarstjórnarfólk beri gæfu til að hugsa til framtíðar. Með hvaða hætti við getum brugðist við þeirri þróun sem er óumflýjanleg og þeim áskorunum sem framtíðin felur í sér.“ Þá þurfi að horfa til þátta eins og fjórðu iðnbyltingarinnar og þeirra tækninýjunga sem séu að verða að veruleika. Þeirri þróun fylgi alls konar möguleikar fyrir landsbyggðina sem sterk og öflug sveitarfélög verði að geta nýtt sér eigi þau að dafna til framtíðar. „Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að til langrar framtíðar séu sveitarfélög, sem hafa jafnvel innan við 100 íbúa, fær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber til að hægt sé að veita íbúum þessa lands tiltölulega sambærilega þjónustu, sama hvar er.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem lögð er fram svona metnaðarfull stefnumörkun í málefnum sveitarfélaga. Þótt tillögur ráðherrans lúti að fleiri atriðum en sameiningu sveitarfélaga hefur tillagan um lágmarksíbúafjölda fengið langmesta athygli og skapað mestar umræður,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakt aukalandsþing sambandsins verður haldið á morgun en þar verður fjallað um stefnumótandi áætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Drög að þingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miðjan ágúst. Þar er meðal annars að finna tillögur um að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi 250 og eitt þúsund frá kosningunum 2026. Er meðal annars gert ráð fyrir allt að 15 milljarða króna stuðningi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameininga. Nú hafa drög að reglum um úthlutun styrkja vegna sameininga verið gerð. Hvert sveitarfélag getur séð nákvæmlega hvernig framlög til þeirra gætu orðið miðað við tillögurnar.Aldís Hafsteinsdóttir„Það er auðvitað mjög mikilvægt að sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið geti haft þetta til hliðsjónar þegar möguleikar á sameiningum eru skoðaðir. Ég man ekki eftir að hafa áður séð svona ítarlegar útfærslur og jafn mikla fjármuni sem ríkisvaldið er tilbúið að setja í sameiningarverkefni,“ segir Aldís. Hún segir sambandið þó leggja mikla áherslu á að hér muni verða um viðbótarfjármuni inn í Jöfnunarsjóð að ræða. Samkvæmt drögum að reglum um stuðning til að greiða fyrir sameiningu fá öll sveitarfélög 100 milljón króna styrk til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu. Framlög til skuldajöfnuðar, sem eru reiknuð út frá skuldahlutfalli, geta að hámarki orðið 400 milljónir. Þá verður sérstakt byggðaframlag veitt þeim sveitarfélögum þar sem íbúafjölgun hefur verið undir árlegu meðaltali á landsvísu sem getur mest orðið 200 milljónir. Aldís segir að eðlilega séu skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarfólks þegar kemur að tillögum um lágmarksíbúafjölda. „Það eru alls konar sjónarmið uppi. Þetta snýst um tilfinningar, fjárhagslega hagsmuni, aðstöðu og landfræðilegar staðreyndir. Þarna erum við auðvitað að tala um mjög stórt og viðamikið mál og mikla stefnubreytingu,“ segir Aldís. Hún segist eiga von á góðum og hreinskiptnum umræðum á þinginu á morgun. „Ég vona svo sannarlega að sveitarstjórnarfólk beri gæfu til að hugsa til framtíðar. Með hvaða hætti við getum brugðist við þeirri þróun sem er óumflýjanleg og þeim áskorunum sem framtíðin felur í sér.“ Þá þurfi að horfa til þátta eins og fjórðu iðnbyltingarinnar og þeirra tækninýjunga sem séu að verða að veruleika. Þeirri þróun fylgi alls konar möguleikar fyrir landsbyggðina sem sterk og öflug sveitarfélög verði að geta nýtt sér eigi þau að dafna til framtíðar. „Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að til langrar framtíðar séu sveitarfélög, sem hafa jafnvel innan við 100 íbúa, fær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber til að hægt sé að veita íbúum þessa lands tiltölulega sambærilega þjónustu, sama hvar er.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira