Simone Biles sendi fjölskyldu fórnarlamba bróður síns samúðarkveðjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:30 Simone Biles. Getty/Jamie Squire Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan. Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan.
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira