Flug á Íslandi í 100 ár Jón Gunnar Jónsson skrifar 3. september 2019 07:00 Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun