Spænsku stórliðin gætu sótt sér stjörnuleikmenn á lokadegi gluggans á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:00 Paul Pogba og Neymar á góðri stundu. Getty/Alexander Hassenstein Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira