Innlent

Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum.

„Kveikjan að því eru fréttir sem bárust á dögunum um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir. Það er líka ýmislegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar sem vekur upp spurningar í tengslum við aðgerðirnar,“ segir Hanna Katrín. Á fundinn í dag koma stjórnendur Íslandspósts og Póst- og fjarskiptastofnunar, auk fulltrúa Samkeppniseftirlitsins og Neytendasamtakanna.

Hanna Katrín segir að óneitanlega vakni spurningar um hvort ekki hefði verið eðlilegt að fara í þessar aðgerðir áður en gripið var til þess að sækja um mikla viðbótarfjármögnun til ríkisins. „Ég vil líka fá útlistun á því hvernig hægt er að gera þetta með þessum hætti núna án þess að það komi niður á lögbundinni þjónustu.“

Aðgerðirnar eiga að skila 500 milljóna hagræðingu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×