Orkupakkamálið snýst ekki um orku Þór Rögnvaldsson skrifar 2. september 2019 07:30 Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun