Þetta kom fram í viðtali Zarfi á CNN þar sem ítrekaði að yfirvöld Íran hefðu ekki komið að árásinni á stærstu olíuvinnslustöð heims, sem er í Sádi-Arabíu, um helgina. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Bæði Bandaríkjamenn og Sádar saka Írana þó um aðkomu að árásinni. Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu hélt blaðamannafund í gær þar sem embættismenn sögðu brak sýna fram á að vopnin sem beitt var hafi verið framleidd í Íran.
Þar að auki hafi vopnunum ekki verið skotið frá Jemen, heldur einhvers staðar norður af Sádi-Arabíu.
Sjá einnig: Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum
Zarif sagði að Hútar hefðu aukið hernaðargetu sína verulega og gætu framkvæmt árásir sem þessar. Íranar hafa lengi verið sakaðir um að útvega Hútum vopn eins og eldflaugar sem þeir hafa notað til að skjóta á Sádi-Arabíu.
Ráðherrann gat þó ekki fært sannanir fyrir því að Hútar hefðu framkvæmt árásina. Hann sagðist þó vita að Íranar hefðu ekki gert það og að Hútar segðust hafa gert það.
.@npwcnn: What would be the consequence of an American or Saudi military strike on Iran now?
Iran Foreign Minister Javad Zarif: An all-out war.
More: https://t.co/PllvEJnYBjpic.twitter.com/L8rwbEwI3d
— CNN International (@cnni) September 19, 2019
Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að herafli Bandaríkin væru til í slaginn og væru að bíða eftir viðbrögðum frá Sádi-Arabíu. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi beðið yfirmenn hersins um að skipuleggja mögulegar árásir á Íran.
Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu
Zarif sagði að allar árásir á Íran myndu valda miklu mannfalli. Íranar myndu ekki hika við að verja land þeirra.