Ekkert gerist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun