Fjögurra ára reglan Bjarni Karlsson skrifar 18. september 2019 07:30 Síðustu ár hef ég einkum starfað við sálgæslu meðfram rannsóknarnámi við HÍ. Erfitt er að segja hvort vinnan eða námið hefur kennt mér meira. Eitt sem ég hef nýlega lært af fólki og tel eiga erindi við almenning er Fjögurra ára reglan. Það sem upphaflega vakti athygli mína í hjónaráðgjöfinni var það hve algengt það virðist vera að hjón steyti á skeri í sambandi sínu einmitt þegar yngsta barnið er á þeim aldri. Ég tel að einhver stærstu tímamót í lífi hverrar móður verði þegar um fjögur ár eru liðin frá fæðingu yngsta barnsins. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir og líklega hefði ég ekki tekið eftir þessu ef barnabörnin mín hefðu ekki verið að fæðast hvert af öðru síðustu árin. Við karlar munum seint ná að setja okkur inn í það hvers konar framsal á sjálfum sér og eigin lífi það er að ala í sér, af sér og á sér heilt barn. Hvað þá ítrekað. Ég tek fram að þessi kenning er byggð á reynslu en ekki rannsóknum en jafnframt á samtölum við annað fagfólk sem staðfestir að það taki konu um fjögur ár að endurheimta sjálfa sig til líkama og sálar eftir barnsburð. Ég hygg að pör mættu vel vera meðvituð um þau þöglu tímamót sem verða í lífi móður þegar yngsta barn er orðið fjögurra ára og tíma framsalsins er varanlega lokið í lífi konunnar. Þá vaknar hjá mörgum sterk þrá eftir því að lifa af alefli, finna rödd sína heyrast og eiga innihaldsríkt ástarsamband. En einmitt á sama skeiði eru hjón gjarnan komin í þægilega rútínu með svo margt, makinn áttar sig ekki á breyttum forsendum og telur hjónabandið komið í varanlegan farveg. Einmitt þá verða áföllin. Hjónaband er skip sem er smíðað á siglingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég einkum starfað við sálgæslu meðfram rannsóknarnámi við HÍ. Erfitt er að segja hvort vinnan eða námið hefur kennt mér meira. Eitt sem ég hef nýlega lært af fólki og tel eiga erindi við almenning er Fjögurra ára reglan. Það sem upphaflega vakti athygli mína í hjónaráðgjöfinni var það hve algengt það virðist vera að hjón steyti á skeri í sambandi sínu einmitt þegar yngsta barnið er á þeim aldri. Ég tel að einhver stærstu tímamót í lífi hverrar móður verði þegar um fjögur ár eru liðin frá fæðingu yngsta barnsins. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir og líklega hefði ég ekki tekið eftir þessu ef barnabörnin mín hefðu ekki verið að fæðast hvert af öðru síðustu árin. Við karlar munum seint ná að setja okkur inn í það hvers konar framsal á sjálfum sér og eigin lífi það er að ala í sér, af sér og á sér heilt barn. Hvað þá ítrekað. Ég tek fram að þessi kenning er byggð á reynslu en ekki rannsóknum en jafnframt á samtölum við annað fagfólk sem staðfestir að það taki konu um fjögur ár að endurheimta sjálfa sig til líkama og sálar eftir barnsburð. Ég hygg að pör mættu vel vera meðvituð um þau þöglu tímamót sem verða í lífi móður þegar yngsta barn er orðið fjögurra ára og tíma framsalsins er varanlega lokið í lífi konunnar. Þá vaknar hjá mörgum sterk þrá eftir því að lifa af alefli, finna rödd sína heyrast og eiga innihaldsríkt ástarsamband. En einmitt á sama skeiði eru hjón gjarnan komin í þægilega rútínu með svo margt, makinn áttar sig ekki á breyttum forsendum og telur hjónabandið komið í varanlegan farveg. Einmitt þá verða áföllin. Hjónaband er skip sem er smíðað á siglingu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar