Fjögurra ára reglan Bjarni Karlsson skrifar 18. september 2019 07:30 Síðustu ár hef ég einkum starfað við sálgæslu meðfram rannsóknarnámi við HÍ. Erfitt er að segja hvort vinnan eða námið hefur kennt mér meira. Eitt sem ég hef nýlega lært af fólki og tel eiga erindi við almenning er Fjögurra ára reglan. Það sem upphaflega vakti athygli mína í hjónaráðgjöfinni var það hve algengt það virðist vera að hjón steyti á skeri í sambandi sínu einmitt þegar yngsta barnið er á þeim aldri. Ég tel að einhver stærstu tímamót í lífi hverrar móður verði þegar um fjögur ár eru liðin frá fæðingu yngsta barnsins. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir og líklega hefði ég ekki tekið eftir þessu ef barnabörnin mín hefðu ekki verið að fæðast hvert af öðru síðustu árin. Við karlar munum seint ná að setja okkur inn í það hvers konar framsal á sjálfum sér og eigin lífi það er að ala í sér, af sér og á sér heilt barn. Hvað þá ítrekað. Ég tek fram að þessi kenning er byggð á reynslu en ekki rannsóknum en jafnframt á samtölum við annað fagfólk sem staðfestir að það taki konu um fjögur ár að endurheimta sjálfa sig til líkama og sálar eftir barnsburð. Ég hygg að pör mættu vel vera meðvituð um þau þöglu tímamót sem verða í lífi móður þegar yngsta barn er orðið fjögurra ára og tíma framsalsins er varanlega lokið í lífi konunnar. Þá vaknar hjá mörgum sterk þrá eftir því að lifa af alefli, finna rödd sína heyrast og eiga innihaldsríkt ástarsamband. En einmitt á sama skeiði eru hjón gjarnan komin í þægilega rútínu með svo margt, makinn áttar sig ekki á breyttum forsendum og telur hjónabandið komið í varanlegan farveg. Einmitt þá verða áföllin. Hjónaband er skip sem er smíðað á siglingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég einkum starfað við sálgæslu meðfram rannsóknarnámi við HÍ. Erfitt er að segja hvort vinnan eða námið hefur kennt mér meira. Eitt sem ég hef nýlega lært af fólki og tel eiga erindi við almenning er Fjögurra ára reglan. Það sem upphaflega vakti athygli mína í hjónaráðgjöfinni var það hve algengt það virðist vera að hjón steyti á skeri í sambandi sínu einmitt þegar yngsta barnið er á þeim aldri. Ég tel að einhver stærstu tímamót í lífi hverrar móður verði þegar um fjögur ár eru liðin frá fæðingu yngsta barnsins. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir og líklega hefði ég ekki tekið eftir þessu ef barnabörnin mín hefðu ekki verið að fæðast hvert af öðru síðustu árin. Við karlar munum seint ná að setja okkur inn í það hvers konar framsal á sjálfum sér og eigin lífi það er að ala í sér, af sér og á sér heilt barn. Hvað þá ítrekað. Ég tek fram að þessi kenning er byggð á reynslu en ekki rannsóknum en jafnframt á samtölum við annað fagfólk sem staðfestir að það taki konu um fjögur ár að endurheimta sjálfa sig til líkama og sálar eftir barnsburð. Ég hygg að pör mættu vel vera meðvituð um þau þöglu tímamót sem verða í lífi móður þegar yngsta barn er orðið fjögurra ára og tíma framsalsins er varanlega lokið í lífi konunnar. Þá vaknar hjá mörgum sterk þrá eftir því að lifa af alefli, finna rödd sína heyrast og eiga innihaldsríkt ástarsamband. En einmitt á sama skeiði eru hjón gjarnan komin í þægilega rútínu með svo margt, makinn áttar sig ekki á breyttum forsendum og telur hjónabandið komið í varanlegan farveg. Einmitt þá verða áföllin. Hjónaband er skip sem er smíðað á siglingu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun