Ter Stegen svarar Neuer: „Hann getur ekki talað um mínar tilfinningar“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. september 2019 07:00 Marc-Andre Ter Stegen er ekki sáttur við að sitja endalaust á bekknum með þýska landsliðinu vísir/getty Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum. Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, sagði að hann vildi fá að spila meira fyrir þýska landsliðið. Fyrir þau ummæli gagnrýndi aðalmarkvörður Þjóðverja, Manuel Neuer, kollega sinn. Ter Stegen hefur nú sagt að honum finnist það óviðeigandi af Neuer að gagnrýna ummæli sín. Ter Stegen er 27 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona síðan Claudio Bravo fór til Manchester City árið 2016. Hann þarf þó að spila varaskeifu í þýska landsliðinu. Eftir landsleikjahléið síðasta sagði Ter Stegen að það hafi verið högg að fá ekki að spila neitt. Neuer sagði þá að þau ummæli væru ekki hjálpleg og að félagi sinn hefði frekar átt að segja eitthvað þegar landsliðið kom saman. „Það er samkeppni um pláss og allir leikmenn vilja spila,“ sagði Ter Stegen. „Ég hef mínar væntingar og ég tjáði þær. Þið hafið öll séð hvernig ég hef hagað mér síðustu ár og mér finnst að Neuer geti ekki verið að tala um mínar tilfinnigar.“ „Hans ummæli voru óviðeigandi en ég vil ekki segja meira, ég vil binda enda á þetta mál.“ Ter Stegen á 22 landsleiki fyrir land sitt en er bara búinn að spila einn leik árið 2019, vináttuleik gegn Serbíu, þrátt fyrir að Joachim Löw hafi lofað honum spilatíma í undankeppni EM 2020. Fótbolti Tengdar fréttir Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum. Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, sagði að hann vildi fá að spila meira fyrir þýska landsliðið. Fyrir þau ummæli gagnrýndi aðalmarkvörður Þjóðverja, Manuel Neuer, kollega sinn. Ter Stegen hefur nú sagt að honum finnist það óviðeigandi af Neuer að gagnrýna ummæli sín. Ter Stegen er 27 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona síðan Claudio Bravo fór til Manchester City árið 2016. Hann þarf þó að spila varaskeifu í þýska landsliðinu. Eftir landsleikjahléið síðasta sagði Ter Stegen að það hafi verið högg að fá ekki að spila neitt. Neuer sagði þá að þau ummæli væru ekki hjálpleg og að félagi sinn hefði frekar átt að segja eitthvað þegar landsliðið kom saman. „Það er samkeppni um pláss og allir leikmenn vilja spila,“ sagði Ter Stegen. „Ég hef mínar væntingar og ég tjáði þær. Þið hafið öll séð hvernig ég hef hagað mér síðustu ár og mér finnst að Neuer geti ekki verið að tala um mínar tilfinnigar.“ „Hans ummæli voru óviðeigandi en ég vil ekki segja meira, ég vil binda enda á þetta mál.“ Ter Stegen á 22 landsleiki fyrir land sitt en er bara búinn að spila einn leik árið 2019, vináttuleik gegn Serbíu, þrátt fyrir að Joachim Löw hafi lofað honum spilatíma í undankeppni EM 2020.
Fótbolti Tengdar fréttir Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Neuer með skilaboð til Ter Stegen: „Góður markvörður en ekki viss um að þetta hjálpi“ Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og Bayern Munchen, hefur sent örlitla stikkpillu á annan þýskan markvörð Marc-Andre ter Stegen. 16. september 2019 17:30