Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 11:00 Árni Gils Hjaltason í dómsal í morgun ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni. Vísir/Vilhelm Skömmu áður en Árni Gils Hjaltason lenti í átökum við mann við Leifasjoppu í Breiðholti hafði honum lent saman við annan mann í heimahúsi þar sem hnífur og hafnaboltakylfa komu við sögu. Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Árni var sakfelldur vegna atburðanna sem áttu sér stað í mars árið 2017 þegar til átaka kom á milli hans og annars manns við Leifasjoppu. Maðurinn sem hann slóst við hlaut stungusár á höfði. Hæstiréttur felldi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi í desember árið 2017 og vísaði aftur heim í hérað. Taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði ekki tekið afstöðu til trúverðugleika framburðar Árna og mannsins með tilliti til gagna málsins. Einnig var talið að rannsókn á högginu sem maðurinn fékk hafi verið ábótavant.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.fréttablaðið/EyþórÁtökin sem málið hverfist um hófust þegar Árni kom til móts við vinkonu sína við Leifasjoppu að kvöldi til. Hann var þá á bíl hennar og með hundinn hennar. Vinkonan var þá í íbúð nærri sjoppunni ásamt öðru fólki, þar á meðal manninum sem hlaut stungusár. Frásagnir Árna og mannsins af átökunum fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í morgun voru gerólíkar. Árni bar að hann hafi aðeins ætlað að sækja vinkonu sína en hún hefði komið út með manni sem var honum ókunnur. Þau hafi bæði verið í afar annarlegu ástandi og talað „innihaldslaust“ sökum ástands þeirra. Fljótlega hafi maðurinn gerst ógnandi, tekið upp hníf og byrjað að ota honum. „Ég man bara að hann tók upp hnífinn og ég þurfti að verja líf mitt,“ sagði Árni. Lýsti Árni því sem svo að hann hafi þurft að yfirbuga manninn til að halda hnífnum frá sér. Þegar hann hafði haft manninn undir hafi hann varpað hnífnum í burtu. Hann hafi ekki séð neina áverka á manninum eða blóð en viðurkenndi þó að dimmt hafi verið og hann hafi lítið séð til. Í framburði sínum vísaði Árni ítrekað til þess að nokkur ár væru liðin frá atburðunum. Þá hefði hann lent í dái í fjórar vikur í fyrra og því væri minni hans stopult.Mögulega bjór og hugsanlega amfetamín Maðurinn þvertók þó fyrir að hafa veist að Árna. Hann hafi aðeins verið beðinn um að fylgja vinkonu Árna út að hitta hann þar sem hún væri smeyk við hann vegna ástands hans. Árni hafnaði því fyrir dómnum að hafa verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þrátt fyrir að í lögregluskýrslu hafi komið fram að hann hafi virst greinilega undir áhrifum og að hann hafi skipt skapi. Óljóst var af framburði mannsins hvort hann hafi sjálfur verið undir áhrifum. Sagðist hann mögulega hafa drukkið einn eða tvo bjóra, hugsanlega hafi hann tekið eina eða tvær línur af amfetamíni. Sagðist hann þó ekki hafa verið undir áhrifum. Hann hafi ekkert vitað hvað væri í gangi og hann hafi ekki þekkt Árna fyrir eða rætt við hann.Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna, fylgist grannt með gangi mála.vísir/vilhelmLýsti maðurinn því sem svo að til ágreinings hefði komið á milli Árna og konunnar. Árni hafi virst „brjálaður“, hann hafi barið í bílinn að innan og utan. Þegar Árni var kominn út úr bílnum hafi hann gerst ógnandi og „komið alveg ofan í andlitið“ á manninum. Síðan hafi Árni slegið manninn og svo lagst ofan á hann eftir að maðurinn datt á bakið. Fullyrti maðurinn að þegar hann hafði ætlað að standa upp með bakið í Árna hafi hann fundið fyrir þungu höggi á höfuðið. Hann hafi fundið blæða úr sári á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Konan hafi öskrað að Árni hefði stungið hann. Lýsti maðurinn áverkum sínum sem svo að hann hefði fengið skurð á höfuðið, höfuðkúpan hafi brotnað í gegn og hann hafi hlotið rispu á heilahimnu. Útilokaði maðurinn ekki að hann hefði sjálfur komið með hnífinn sem hann kannaðist þó ekki við. Hann hefði verið í lánsbuxum því hans eigin hefði rifnað. Taldi hann þó nær öruggt að hann hefði tekið eftir því ef allt að 30 sentímetra langur hnífur hefði verið í buxunum. Hafi hann verið með hnífinn hafi Árni líklega náð honum þegar hann hafi dottið úr vasa í átökunum.Hafnaboltakylfa og hnífur Í framburði Árna kom fram í fyrsta skipti að áður en til þessara átaka kom hafi hann lent í útistöðum við annan mann í Breiðholti. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum bar vitni um að sá maður hefði verið í íbúðinni þar sem þau vinkona Árna höfðu verið þegar hann kom. Árni lýsti því að hann hefði grunað hinn manninn um að hafa rænt hlutum af heimili sínu og vísaði til þess að öryggismyndavélar væru á heimilinu í Mosfellsbæ. Maðurinn hafi aftur á móti harðneitað að hafa rænt Árna. Hann hafi seilst í hafnaboltakylfu og hníf. Árni sagði manninn hafa verið ógnandi en þeir hafi engu að síður ekki verið að rífast. „Þegar hann tók í kylfuna og hnífinn vissi ég að ég ætti að drífa mig út,“ sagði Árni um atburðina.Fanney Björk Frostadóttir sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSagðist hann ekki muna hvor hefði greitt hinum fyrsta höggið en maðurinn hafi lent í jörðinni. Árni hafi þá tekið hafnaboltakylfuna til að verjast því að maðurinn reyndi að stinga hann. Maðurinn sem varð fyrir stungusárinu við Leifasjoppu sagði að hinn maðurinn sem Árna lenti saman við hafi verið í íbúðinni með honum og konunni. Hann hafi sagt honum frá átökunum við Árna. Samkvæmt manninum hafi Árni ráðist aftan að honum með hafnaboltakylfu á heimili móður mannsins. Þegar Fanney Björk Frostadóttir, saksóknari, spurði Árna hvers vegna hann hefði ekki greint frá þessu atviki áður svaraði hann því til að hann hefði gert það hefði hann verið spurður.Ég er bara að reyna að svara mínu besta Saksóknari spurði Árna einnig út í hvort hann myndi eftir smáskilaboðum þar sem hann hótaði konunni að birta af henni nektarmyndir opinberlega. Árni sagðist ekki muna eftir því. Svaraði hann því ekki beint hvort hann hafi verið afbrýðisamur í garð annarra vegna konunnar. Vinasamband þeirra hafi verið sérstakt. Þau hafi átt í kynferðislegu sambandi en þau hafi þó ekki verið par heldur æskuvinir sem hefðu skipst á Pókemon þegar þau voru lítil. Þau séu ekki vinir lengur eftir atburðina við Leifasjoppu. Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Skömmu áður en Árni Gils Hjaltason lenti í átökum við mann við Leifasjoppu í Breiðholti hafði honum lent saman við annan mann í heimahúsi þar sem hnífur og hafnaboltakylfa komu við sögu. Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Árni var sakfelldur vegna atburðanna sem áttu sér stað í mars árið 2017 þegar til átaka kom á milli hans og annars manns við Leifasjoppu. Maðurinn sem hann slóst við hlaut stungusár á höfði. Hæstiréttur felldi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi í desember árið 2017 og vísaði aftur heim í hérað. Taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði ekki tekið afstöðu til trúverðugleika framburðar Árna og mannsins með tilliti til gagna málsins. Einnig var talið að rannsókn á högginu sem maðurinn fékk hafi verið ábótavant.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.fréttablaðið/EyþórÁtökin sem málið hverfist um hófust þegar Árni kom til móts við vinkonu sína við Leifasjoppu að kvöldi til. Hann var þá á bíl hennar og með hundinn hennar. Vinkonan var þá í íbúð nærri sjoppunni ásamt öðru fólki, þar á meðal manninum sem hlaut stungusár. Frásagnir Árna og mannsins af átökunum fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í morgun voru gerólíkar. Árni bar að hann hafi aðeins ætlað að sækja vinkonu sína en hún hefði komið út með manni sem var honum ókunnur. Þau hafi bæði verið í afar annarlegu ástandi og talað „innihaldslaust“ sökum ástands þeirra. Fljótlega hafi maðurinn gerst ógnandi, tekið upp hníf og byrjað að ota honum. „Ég man bara að hann tók upp hnífinn og ég þurfti að verja líf mitt,“ sagði Árni. Lýsti Árni því sem svo að hann hafi þurft að yfirbuga manninn til að halda hnífnum frá sér. Þegar hann hafði haft manninn undir hafi hann varpað hnífnum í burtu. Hann hafi ekki séð neina áverka á manninum eða blóð en viðurkenndi þó að dimmt hafi verið og hann hafi lítið séð til. Í framburði sínum vísaði Árni ítrekað til þess að nokkur ár væru liðin frá atburðunum. Þá hefði hann lent í dái í fjórar vikur í fyrra og því væri minni hans stopult.Mögulega bjór og hugsanlega amfetamín Maðurinn þvertók þó fyrir að hafa veist að Árna. Hann hafi aðeins verið beðinn um að fylgja vinkonu Árna út að hitta hann þar sem hún væri smeyk við hann vegna ástands hans. Árni hafnaði því fyrir dómnum að hafa verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þrátt fyrir að í lögregluskýrslu hafi komið fram að hann hafi virst greinilega undir áhrifum og að hann hafi skipt skapi. Óljóst var af framburði mannsins hvort hann hafi sjálfur verið undir áhrifum. Sagðist hann mögulega hafa drukkið einn eða tvo bjóra, hugsanlega hafi hann tekið eina eða tvær línur af amfetamíni. Sagðist hann þó ekki hafa verið undir áhrifum. Hann hafi ekkert vitað hvað væri í gangi og hann hafi ekki þekkt Árna fyrir eða rætt við hann.Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna, fylgist grannt með gangi mála.vísir/vilhelmLýsti maðurinn því sem svo að til ágreinings hefði komið á milli Árna og konunnar. Árni hafi virst „brjálaður“, hann hafi barið í bílinn að innan og utan. Þegar Árni var kominn út úr bílnum hafi hann gerst ógnandi og „komið alveg ofan í andlitið“ á manninum. Síðan hafi Árni slegið manninn og svo lagst ofan á hann eftir að maðurinn datt á bakið. Fullyrti maðurinn að þegar hann hafði ætlað að standa upp með bakið í Árna hafi hann fundið fyrir þungu höggi á höfuðið. Hann hafi fundið blæða úr sári á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Konan hafi öskrað að Árni hefði stungið hann. Lýsti maðurinn áverkum sínum sem svo að hann hefði fengið skurð á höfuðið, höfuðkúpan hafi brotnað í gegn og hann hafi hlotið rispu á heilahimnu. Útilokaði maðurinn ekki að hann hefði sjálfur komið með hnífinn sem hann kannaðist þó ekki við. Hann hefði verið í lánsbuxum því hans eigin hefði rifnað. Taldi hann þó nær öruggt að hann hefði tekið eftir því ef allt að 30 sentímetra langur hnífur hefði verið í buxunum. Hafi hann verið með hnífinn hafi Árni líklega náð honum þegar hann hafi dottið úr vasa í átökunum.Hafnaboltakylfa og hnífur Í framburði Árna kom fram í fyrsta skipti að áður en til þessara átaka kom hafi hann lent í útistöðum við annan mann í Breiðholti. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum bar vitni um að sá maður hefði verið í íbúðinni þar sem þau vinkona Árna höfðu verið þegar hann kom. Árni lýsti því að hann hefði grunað hinn manninn um að hafa rænt hlutum af heimili sínu og vísaði til þess að öryggismyndavélar væru á heimilinu í Mosfellsbæ. Maðurinn hafi aftur á móti harðneitað að hafa rænt Árna. Hann hafi seilst í hafnaboltakylfu og hníf. Árni sagði manninn hafa verið ógnandi en þeir hafi engu að síður ekki verið að rífast. „Þegar hann tók í kylfuna og hnífinn vissi ég að ég ætti að drífa mig út,“ sagði Árni um atburðina.Fanney Björk Frostadóttir sækir málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSagðist hann ekki muna hvor hefði greitt hinum fyrsta höggið en maðurinn hafi lent í jörðinni. Árni hafi þá tekið hafnaboltakylfuna til að verjast því að maðurinn reyndi að stinga hann. Maðurinn sem varð fyrir stungusárinu við Leifasjoppu sagði að hinn maðurinn sem Árna lenti saman við hafi verið í íbúðinni með honum og konunni. Hann hafi sagt honum frá átökunum við Árna. Samkvæmt manninum hafi Árni ráðist aftan að honum með hafnaboltakylfu á heimili móður mannsins. Þegar Fanney Björk Frostadóttir, saksóknari, spurði Árna hvers vegna hann hefði ekki greint frá þessu atviki áður svaraði hann því til að hann hefði gert það hefði hann verið spurður.Ég er bara að reyna að svara mínu besta Saksóknari spurði Árna einnig út í hvort hann myndi eftir smáskilaboðum þar sem hann hótaði konunni að birta af henni nektarmyndir opinberlega. Árni sagðist ekki muna eftir því. Svaraði hann því ekki beint hvort hann hafi verið afbrýðisamur í garð annarra vegna konunnar. Vinasamband þeirra hafi verið sérstakt. Þau hafi átt í kynferðislegu sambandi en þau hafi þó ekki verið par heldur æskuvinir sem hefðu skipst á Pókemon þegar þau voru lítil. Þau séu ekki vinir lengur eftir atburðina við Leifasjoppu.
Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“