Prófessor misskilur hagtölur Ásdís Kristjánsdóttir og Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. september 2019 07:00 Reglulega er fullyrt að á Íslandi ríki mikill ójöfnuður, að launahækkanir renni fyrst og fremst til „auðvaldsins“ og lífskjör séu því lakari en hagtölur segi til um. Raunveruleikinn er þó annar. Á Íslandi eru lífskjör góð, kaupmáttur launa hæstur meðal iðnríkja og jöfnuður óvíða meiri. Þrátt fyrir það er of oft reynt að draga fram aðra og dekkri mynd. Nýverið skrifaði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, grein þess efnis að Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „sætu föst við sinn keip“ að halda því fram að við Íslendingar værum meðal fremstu þjóða þegar kemur að lífskjörum. Það kann að vera skoðun prófessorsins á ofangreindum samtökum liti málflutning hans en engu að síður vekur það undrun að prófessor við æðstu menntastofnun landsins skuli ítrekað í umræddri grein mistúlka hagtölur OECD og draga fram illa rökstuddar ályktanir og einfaldlega rangfærslur.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Í fyrsta lagi dregur Þorvaldur upp þá mynd að samtökin séu viljandi að „blekkja“ almenning með því að birta OECD samanburð á meðallaunum kaupmáttarleiðrétt, þar sem Ísland er í efsta sæti. Ekki er alveg ljóst hver blekkingin er því það er einfaldlega staðreynd að kaupmáttur launa á árinu 2018 var sá hæsti á Íslandi meðal OECD-ríkja. Telur Þorvaldur að réttara sé að horfa til landsframleiðslu á mann, sem vissulega er einnig góður mælikvarði á lífskjör. Þá er einnig rétt sem haldið er fram að Ísland sé ekki efst meðal OECD-ríkja miðað við þann mælikvarða, heldur í 7. sæti. Þorvaldur virðist út frá þessu draga þá ályktun að það sé rangt að halda því fram að við stöndum framarlega í efnahagslegu tilliti. Það sem hins vegar Þorvaldur minnist ekki á, vísvitandi eða ekki, er launahlutfallið sjálft. Launahlutfall er mælikvarði á það hversu stór hluti af verðmætasköpun rennur til launþega. Staðreyndin er sú að launahlutfallið á Íslandi um 64% á árinu 2018 og er það hæst meðal annarra OECD-ríkja, næst á eftir kemur Danmörk með hlutfallið í rúmlega 60%. Með öðrum orðum rennur hvergi stærri hluti af verðmætasköpun efnahagslífsins til launþega en á Íslandi. Hátt launahlutfall fer því nokkuð langt með að skýra muninn á því af hverju kaupmáttur launa er hvergi meiri en á Íslandi en landsframleiðsla á mann „aðeins“ sú sjöunda hæsta í þessum OECD-samanburði. Við erum í fremstu röð á báða mælikvarða þegar allar breytur eru teknar inn í jöfnuna. Þorvaldur virðist einnig telja að framleiðni á Íslandi, hvort sem horft er á landsframleiðslu á mann eða vinnustund sé ofmetin út af háu gengi krónunnar í gögnum OECD og röngum vinnustundum. Þetta er ekki heldur rétt ályktun. Í tölum OECD kemur skýrt fram að gögnin eru kaupmáttarleiðrétt (PPP) sem þýðir að leiðrétt er fyrir gengi og verðlagi. Þá eru nýjar tölur Hagstofunnar um vinnustundir nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum en engu að síður véfengir Þorvaldur þær án röksemda. Mikilvægt er að byggja ályktanir um þróun launa og lífskjara á sem bestum hagtölum og forðast eftir fremsta megni að draga fram innihaldslausar ályktanir. Þó enginn haldi því fram að Ísland standi fremst á öllum sviðum stendur Ísland framarlega á mörgum sviðum, sem er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þeim árangri sem hefur áunnist en eigum alltaf að stefna að því að gera enn betur, einkum þar sem við stöndum ekki framarlega. Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsÍslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Reglulega er fullyrt að á Íslandi ríki mikill ójöfnuður, að launahækkanir renni fyrst og fremst til „auðvaldsins“ og lífskjör séu því lakari en hagtölur segi til um. Raunveruleikinn er þó annar. Á Íslandi eru lífskjör góð, kaupmáttur launa hæstur meðal iðnríkja og jöfnuður óvíða meiri. Þrátt fyrir það er of oft reynt að draga fram aðra og dekkri mynd. Nýverið skrifaði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, grein þess efnis að Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „sætu föst við sinn keip“ að halda því fram að við Íslendingar værum meðal fremstu þjóða þegar kemur að lífskjörum. Það kann að vera skoðun prófessorsins á ofangreindum samtökum liti málflutning hans en engu að síður vekur það undrun að prófessor við æðstu menntastofnun landsins skuli ítrekað í umræddri grein mistúlka hagtölur OECD og draga fram illa rökstuddar ályktanir og einfaldlega rangfærslur.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Í fyrsta lagi dregur Þorvaldur upp þá mynd að samtökin séu viljandi að „blekkja“ almenning með því að birta OECD samanburð á meðallaunum kaupmáttarleiðrétt, þar sem Ísland er í efsta sæti. Ekki er alveg ljóst hver blekkingin er því það er einfaldlega staðreynd að kaupmáttur launa á árinu 2018 var sá hæsti á Íslandi meðal OECD-ríkja. Telur Þorvaldur að réttara sé að horfa til landsframleiðslu á mann, sem vissulega er einnig góður mælikvarði á lífskjör. Þá er einnig rétt sem haldið er fram að Ísland sé ekki efst meðal OECD-ríkja miðað við þann mælikvarða, heldur í 7. sæti. Þorvaldur virðist út frá þessu draga þá ályktun að það sé rangt að halda því fram að við stöndum framarlega í efnahagslegu tilliti. Það sem hins vegar Þorvaldur minnist ekki á, vísvitandi eða ekki, er launahlutfallið sjálft. Launahlutfall er mælikvarði á það hversu stór hluti af verðmætasköpun rennur til launþega. Staðreyndin er sú að launahlutfallið á Íslandi um 64% á árinu 2018 og er það hæst meðal annarra OECD-ríkja, næst á eftir kemur Danmörk með hlutfallið í rúmlega 60%. Með öðrum orðum rennur hvergi stærri hluti af verðmætasköpun efnahagslífsins til launþega en á Íslandi. Hátt launahlutfall fer því nokkuð langt með að skýra muninn á því af hverju kaupmáttur launa er hvergi meiri en á Íslandi en landsframleiðsla á mann „aðeins“ sú sjöunda hæsta í þessum OECD-samanburði. Við erum í fremstu röð á báða mælikvarða þegar allar breytur eru teknar inn í jöfnuna. Þorvaldur virðist einnig telja að framleiðni á Íslandi, hvort sem horft er á landsframleiðslu á mann eða vinnustund sé ofmetin út af háu gengi krónunnar í gögnum OECD og röngum vinnustundum. Þetta er ekki heldur rétt ályktun. Í tölum OECD kemur skýrt fram að gögnin eru kaupmáttarleiðrétt (PPP) sem þýðir að leiðrétt er fyrir gengi og verðlagi. Þá eru nýjar tölur Hagstofunnar um vinnustundir nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum en engu að síður véfengir Þorvaldur þær án röksemda. Mikilvægt er að byggja ályktanir um þróun launa og lífskjara á sem bestum hagtölum og forðast eftir fremsta megni að draga fram innihaldslausar ályktanir. Þó enginn haldi því fram að Ísland standi fremst á öllum sviðum stendur Ísland framarlega á mörgum sviðum, sem er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þeim árangri sem hefur áunnist en eigum alltaf að stefna að því að gera enn betur, einkum þar sem við stöndum ekki framarlega. Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsÍslands.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun