Gullklósetti stolið af fæðingarstað Churchill Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 21:14 Klósettið var fullkomlega nothæft áður en því var stolið. Vísir/Ap 18 karata gullklósetti var stolið úr Blenheim-höllinni í Oxfordskíri í Bretlandi í gær. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um skilvirkni öryggiskerfi hallarinnar. Höllin er meðal annars fæðingarstaður Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Dominic Hare, framkvæmdastjóri Blenheim-hallarinnar, segir að þjófagengi hafi á skömmum tíma tekist að brjótast inn í höllina og flytja klósettið, sem er metið á allt að 750 milljónum íslenskra króna, á brott. Hare segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um hvort öryggiskerfi Blenheim-hallarinnar sé nógu skilvirkt og að farið verði ofan í kjölinn á því hvort eitthvað megi bæta í þeim efnum. Skapari klósettsins, listamaðurinn Mauritzio Cattelan segir af og frá að um brellu til þess að vekja athygli á verki hans sé að ræða. „Ég vildi óska þess að þetta væri hrekkur,“ hefur BBC eftir honum. „Þegar ég vaknaði við þessar fréttir hélt ég að þetta væri grín. Hver er nógu heimskur til þess að stela klósetti? Ég gleymdi því í smá stund að það er gert úr gulli,“ sagði Cattelan. Verkið, þ.e. klósettið, hlaut nafngiftina America og fór í sýningu í höllinni síðasta fimmtudag. Klósettið er hluti af stærri sýningu eftir Cattelan. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við þjófnaðinn á klósettinu og er nú í haldi lögreglunnar á svæðinu. Samkvæmt lögreglu olli þjófnaðurinn umtalsverðu tjóni og flóði þar sem klósettið virkaði fullkomlega, áður en því var stolið. Bretland England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
18 karata gullklósetti var stolið úr Blenheim-höllinni í Oxfordskíri í Bretlandi í gær. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um skilvirkni öryggiskerfi hallarinnar. Höllin er meðal annars fæðingarstaður Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Dominic Hare, framkvæmdastjóri Blenheim-hallarinnar, segir að þjófagengi hafi á skömmum tíma tekist að brjótast inn í höllina og flytja klósettið, sem er metið á allt að 750 milljónum íslenskra króna, á brott. Hare segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um hvort öryggiskerfi Blenheim-hallarinnar sé nógu skilvirkt og að farið verði ofan í kjölinn á því hvort eitthvað megi bæta í þeim efnum. Skapari klósettsins, listamaðurinn Mauritzio Cattelan segir af og frá að um brellu til þess að vekja athygli á verki hans sé að ræða. „Ég vildi óska þess að þetta væri hrekkur,“ hefur BBC eftir honum. „Þegar ég vaknaði við þessar fréttir hélt ég að þetta væri grín. Hver er nógu heimskur til þess að stela klósetti? Ég gleymdi því í smá stund að það er gert úr gulli,“ sagði Cattelan. Verkið, þ.e. klósettið, hlaut nafngiftina America og fór í sýningu í höllinni síðasta fimmtudag. Klósettið er hluti af stærri sýningu eftir Cattelan. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við þjófnaðinn á klósettinu og er nú í haldi lögreglunnar á svæðinu. Samkvæmt lögreglu olli þjófnaðurinn umtalsverðu tjóni og flóði þar sem klósettið virkaði fullkomlega, áður en því var stolið.
Bretland England Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira