Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 18:45 Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira