Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 09:37 Planet Labs náði mynd af reiknum sem steig upp eftir sprenginguna í olíuvinnslustöðinni á einn gervihnatta sinna. ap/Planet Labs Inc Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44