Handbolti

Olísdeild kvenna hefst í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Olísdeild kvenna.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Olísdeild kvenna. Vísir/Vilhelm
Klukkan 13:30 mætir Stjarnan á Ásvelli og mætir Haukum. Ólíklegt er að nýja skytta Hauka, hin sænska Sara Odden, verði með en Haukar duttu út í undanúrslitum gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.

Hálftíma síðar, eða klukkan 14:00, hefst leikur ÍBV og Aftureldingar en Mosfellsstúlkur eru nýliðar í deildinni og benda allar spár til þess að stoppið verði stutt í efstu deild að þessu sinni.

Klukkan 14:30 hefst svo leikur KA/Þór og Fram á Akureyri en gestunum úr Safamýri er spáð einkar góðu gengi í ár. Sérstaklega eftir að hafa valtað yfir núverandi Íslandsmeistara Vals í Meistarakeppninni í síðustu viku.

Á morgun mætast svo HK og Valur í Kórnum og má reikna með að Íslandsmeistararnir séu komnir með blóð á tennurnar eftir að hafa tapað gegn Fram í Meistarakeppninni og dottið svo út fyrir sænsku deildarmeisturunum í EHF-bikarnum. Sá leikur hefst klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Sjö marka tap og Valur úr leik

Valur er úr leik í EHF bikar kvenna í handbolta eftir stórt tap gegn sænsku deildarmeisturunum í Skuru í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×