Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu Ari Brynjólfsson skrifar 14. september 2019 10:30 Einar hefur verið að prófa þetta hjól frá Go X og sýndi það fulltrúum borgarinnar í vikunni. Fréttablaðið „Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30
Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00