Seltjarnarnes neitar að ábyrgjast lán Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. september 2019 07:00 Birkir segir of snemmt að segja hvort einhver eigi að taka ábyrgð. Fréttablaðið/GVA Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, og Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöðunni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verkferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með varaformanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttektina liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira