Vöndum til verka Unnur Pétursdóttir skrifar 13. september 2019 14:30 Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun