Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Pence kom hingað í opinbera heimsókn í síðustu viku. Honum varð tíðrætt um öryggis- og varnarmál í heimsókninni og mikilvægi þeirra en ef marka má könnunina vilja kjósendur Katrínar ekki sjá mikið af hernaðaruppbyggingu hér á landi. vísir/vilhelm Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira