Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena. Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena.
Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira