Mikilvægt að tekjur skerðist ekki Ari Brynjólfsson skrifar 12. september 2019 08:15 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. „Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira