Umhverfisvernd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2019 07:00 Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar