Uppnám í Garðabæ eftir að börn grýttu önd til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 00:08 Hanna birtir myndina af öndinni og biður Garðbæinga að ræða við börnin sín. Dýraspítalinn Garðabæ Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“ Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“
Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira