„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:45 „Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
„Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent