Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 12:52 Embætti ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Vísir/skjáskot Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Framkvæmdastjóri rekstrar embættisins segir að villa hafi verið í tölum yfir rekstrartekjur bílamiðstöðvar embættisins sem kynntar hafi verið lögreglustjórum. Þær hafi verið leiðréttar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um hátt í 200% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Sjá einnig: Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Embættið sendi í morgun frá sér athugasemd vegna fréttar Stöðvar 2 í gær en þar segir að lög um opinber fjármál og framsetning fjárlaga leggi þá skyldu á herðar ríkislögreglustjóra að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað í ríkissjóð. Á síðastliðnum þremur árum nemi fjárhæðin um 600 milljónum. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir því að ríkislögreglustjóri skili 200 milljón króna afgangi af rekstri lögreglubifreiða,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Fjármagnið náttúrlega fer til ríkissjóðs og síðan kemur þetta til baka til ríkisstofnanna úr ríkissjóði. Í þessu tilfelli koma fjárfestingaheimild upp á 200 milljónir til að standa undir endurnýjun á ökutækjum lögreglu,“ útskýrir Jónas.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KEr ekki hægt að líta svo á að þetta sé bara skattheimta á lögregluembættin? „Hugsanlega en þarna er það líka að þeir njóta þá fjárfestingarheimildarinnar, það er verið að kaupa þá tæki fyrir lögregluna,“ svarar Jónas. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra á vef lögreglunnar þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning Rúv af málefnum bílamiðstöðvar. Í tilkynningunni segir að frétt Rúv sé „byggð á sérkennilegum misskilningi.“ Þá hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu „algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð,“ að því er segir í tilkynningunni frá 5. september. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar orðrétt að „lögregluembættin eru rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Samkvæmt sömu gögnum og fréttastofa vitnaði til í gær nam samanlagður umframkostnaður allra lögregluembætta á tímabilinu tæpum 700 milljónum króna.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Framkvæmdastjóri rekstrar embættisins segir að villa hafi verið í tölum yfir rekstrartekjur bílamiðstöðvar embættisins sem kynntar hafi verið lögreglustjórum. Þær hafi verið leiðréttar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um hátt í 200% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Sjá einnig: Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Embættið sendi í morgun frá sér athugasemd vegna fréttar Stöðvar 2 í gær en þar segir að lög um opinber fjármál og framsetning fjárlaga leggi þá skyldu á herðar ríkislögreglustjóra að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað í ríkissjóð. Á síðastliðnum þremur árum nemi fjárhæðin um 600 milljónum. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir því að ríkislögreglustjóri skili 200 milljón króna afgangi af rekstri lögreglubifreiða,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. „Fjármagnið náttúrlega fer til ríkissjóðs og síðan kemur þetta til baka til ríkisstofnanna úr ríkissjóði. Í þessu tilfelli koma fjárfestingaheimild upp á 200 milljónir til að standa undir endurnýjun á ökutækjum lögreglu,“ útskýrir Jónas.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KEr ekki hægt að líta svo á að þetta sé bara skattheimta á lögregluembættin? „Hugsanlega en þarna er það líka að þeir njóta þá fjárfestingarheimildarinnar, það er verið að kaupa þá tæki fyrir lögregluna,“ svarar Jónas. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra á vef lögreglunnar þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning Rúv af málefnum bílamiðstöðvar. Í tilkynningunni segir að frétt Rúv sé „byggð á sérkennilegum misskilningi.“ Þá hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu „algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð,“ að því er segir í tilkynningunni frá 5. september. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar orðrétt að „lögregluembættin eru rukkuð um gjald sem er umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð. Samkvæmt sömu gögnum og fréttastofa vitnaði til í gær nam samanlagður umframkostnaður allra lögregluembætta á tímabilinu tæpum 700 milljónum króna.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17