Fjárfest í hagvexti framtíðar Sigurður Hannesson skrifar 11. september 2019 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun