Unglingar bregðast öðruvísi við missi en fullorðnir gera Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 08:15 Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. Nordicphotos/Getty Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira