Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 12:30 Miðflokksmenn voru duglegir að fara í andsvör við hvorn annan um orkupakka þrjú á síðasta þingi en voru oftast sammála um atriði málsins. vísir/vilhelm Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Innlent Hitamet slegið á Spáni um helgina Erlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Erlent Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Innlent Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Innlent Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Innlent Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Innlent Fleiri fréttir Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Sjá meira
Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Innlent Hitamet slegið á Spáni um helgina Erlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Erlent Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Innlent Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Innlent Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Innlent Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Innlent Fleiri fréttir Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Sjá meira