Sást til Schumacher koma á sjúkrahús í París Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 09:00 Schumacher. vísir/getty Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum. Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum.
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira