Kópavogsbær birti í síðustu viku fundargerð inn í framtíðina Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. september 2019 07:15 Almannatengill segir um mannleg mistök að ræða. Fréttablaðið/GVA Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira