Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:22 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. Hann gæti verið að missa einn leikmann í langtíma meiðsli. vísir/daníel „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira