Fasteignakaupum Íslendinga á Spáni fækkar eftir tvö metár Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 15:28 Íslendingar hafa löngum leitað í sólina til Spánar. Visir/Getty Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað. Húsnæðismál Spánn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað.
Húsnæðismál Spánn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira