Enski boltinn

Þrjú klúður á fimm sekúndum hjá Brentford | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brentford bar sigurorð af Barnsley, 1-3, á útivelli í ensku B-deildinni í dag. Ollie Watkins skoraði öll mörk Brentford.

Á 39. mínútu, skömmu eftir að Watkins jafnaði í 1-1, fékk Brentford þrjú dauðafæri í sömu sókninni.

Watkins slapp í gegnum vörn Brentford og átti skot í stöng. Hann fylgdi á eftir og skaut þá í slá.

Boltinn hrökk svo til Mohamed Said Benrahma sem hitti ekki markið. Þrjú dauðafæri fóru því forgörðum hjá Brentford á fimm sekúndum.

Klúðrið sem þó ekki að sök því Watkins skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Brentford stigin þrjú. Liðið er í 14. sæti deildarinnar.

Klúðrin ótrúlegu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×