Ekki spurning hvort heldur hvenær erfið dómsmál fylgdu byltingunni Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 12:30 Auður Jónsdóttir segir mál Atla Rafns vera afar snúið og það sýni sig best þegar komið er inn í dómsal. Vísir/GVA Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra um meinta ólögmæta uppsögn hans í Sprengisandi í morgun. Hún segir það ekki hafa verið spurningu hvort slík mál færu fyrir dómstóla, heldur hvenær. Mál Atla Rafns hefur vakið mikla athygli en málið var tekið fyrir í héraðsdómi í vikunni. Þar sagðist Atli Rafn ekki hafa vitað um ásakanir í sinn garð sem leiddu til uppsagnar hans. Hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar nema þær að eitt af þeim sjö atvikum sem voru tilkynnt höfðu átt sér stað innan veggja leikhússins.Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir „Þegar þetta gerist þá er leikhússtjórinn í erfiðri stöðu því þarna er hópur innan hússins sem kveðst ekki geta unnið með viðkomandi leikara út af þessu,“ sagði Auður um málið. Hún segir leikhússtjóri jafnframt vera einu manneskjuna sem vissi umfang og eðli ásakananna þar sem þolendur hefðu beðið um nafnleynd, sem Auður segir vera grundvallarþátt í þeim breytingum sem urðu í kjölfar MeToo-byltingarinnar. „Þetta er vitundarvakning. Fólk og konur sætta sig ekki við að þurfa að vera kynferðislega áreitnar enda er vitað allt um afleiðingar þess sem það hefur, bæði sem valdatæki, ofbeldi, hvaða andlegu afleiðingar það hefur. Það sem er samt við þessa vitundarvakningu er að skilyrðið er að konur geti stigið fram í viðkvæmum aðstæðum og sagt frá því sem þær upplifi án þess að það skaði þær. Þær hafa rétt þolandans til þess að segja frá upplifun sinni.“Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/EgillÁsýnd byltingarinnar breytist í dómsal Auður segir stærstu spurninguna í málinu endurspeglast í öllum málum af þessu tagi. Spurningin sé einfaldlega hvort sá sem er borinn sökum sé algjörlega réttlaus. „Í öllum dómsmálum hafa allir rétt á vörn. Í rauninni er þetta mál birtingarmynd fyrir eitthvað stærra, kannski var bara spurning ekki hvort heldur hvenær þetta myndi gerast,“ segir Auður. Hún segir málið vera dæmi um að samfélagið sé komið lengra en kerfið og það viti ekki hvernig eigi að tækla það. Ásýnd byltingarinnar breytist hins vegar þegar er komið inn í dómsal þar sem enginn viti í raun hvað átti sér stað og það geti haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þann sem er sakaður um slíka háttsemi. „Í dómsmáli skiptir hvert orð og hvert atvik máli þegar er verið að dæma. Það verður svolítið æpandi þegar þetta verður eins og fíll í herberginu, það veit enginn almennilega hvað gerðist,“ segir Auður. „Þær ásakanir sem varða kynferðislega áreitni geta náttúrulega haft gríðarleg áhrif á líf manneskjunnar sem er borin þessum sökum, hún getur misst vinnu, mannorð sitt í öllum samskiptum og jafnvel verið grunlaus um að það sé verið að segja svona sögur af sér. Það getur líka verið að það sé búið að ræna þig mannorðinu án þess að þú vitir af því.“Kristín Eysteinsdóttir segir að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillLeikhússtjóri þurfti að bregðast við Auður segir það vera ljóst að það hafi aldrei verið ætlunin að ræna Atla mannorðinu. Þarna hafi leikhússtjóri einfaldlega þurft að bregðast við og ekki getað horft fram hjá upplifun kvennanna. „Það sem er raunverulegt er upplifun kvennanna. Þær koma þarna og þær eru þetta margar og þetta kemur úr nokkrum áttum þannig leikhússtjóri getur heldur ekki horft fram hjá því. Honum er skylt að tryggja öryggi fólks og ekki getur hann hundsað frásagnirnar.“Sjá einnig: Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursinsHún segir það vera mikilvægt að auðvelda farveg þessara mála og gera mönnum kleift að horfast í augu við það ef þeir hafi sýnt af sér hegðun sem ekki á að viðgangast. Byltingin hafi snúið að einhverju sem hafi lengi viðgengist í samfélaginu, verið mjög eyðileggjandi og ekki verið hægt að snerta á fyrr en nú. „Ætlunin er ekki að ræna hann mannorðinu, það er verið að bregðast við.“Heyra má viðtalið við Auði í spilaranum hér að neðan. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Sprengisandur Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ræddi mál leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússstjóra um meinta ólögmæta uppsögn hans í Sprengisandi í morgun. Hún segir það ekki hafa verið spurningu hvort slík mál færu fyrir dómstóla, heldur hvenær. Mál Atla Rafns hefur vakið mikla athygli en málið var tekið fyrir í héraðsdómi í vikunni. Þar sagðist Atli Rafn ekki hafa vitað um ásakanir í sinn garð sem leiddu til uppsagnar hans. Hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar nema þær að eitt af þeim sjö atvikum sem voru tilkynnt höfðu átt sér stað innan veggja leikhússins.Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algeru myrkri um ásakanir „Þegar þetta gerist þá er leikhússtjórinn í erfiðri stöðu því þarna er hópur innan hússins sem kveðst ekki geta unnið með viðkomandi leikara út af þessu,“ sagði Auður um málið. Hún segir leikhússtjóri jafnframt vera einu manneskjuna sem vissi umfang og eðli ásakananna þar sem þolendur hefðu beðið um nafnleynd, sem Auður segir vera grundvallarþátt í þeim breytingum sem urðu í kjölfar MeToo-byltingarinnar. „Þetta er vitundarvakning. Fólk og konur sætta sig ekki við að þurfa að vera kynferðislega áreitnar enda er vitað allt um afleiðingar þess sem það hefur, bæði sem valdatæki, ofbeldi, hvaða andlegu afleiðingar það hefur. Það sem er samt við þessa vitundarvakningu er að skilyrðið er að konur geti stigið fram í viðkvæmum aðstæðum og sagt frá því sem þær upplifi án þess að það skaði þær. Þær hafa rétt þolandans til þess að segja frá upplifun sinni.“Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/EgillÁsýnd byltingarinnar breytist í dómsal Auður segir stærstu spurninguna í málinu endurspeglast í öllum málum af þessu tagi. Spurningin sé einfaldlega hvort sá sem er borinn sökum sé algjörlega réttlaus. „Í öllum dómsmálum hafa allir rétt á vörn. Í rauninni er þetta mál birtingarmynd fyrir eitthvað stærra, kannski var bara spurning ekki hvort heldur hvenær þetta myndi gerast,“ segir Auður. Hún segir málið vera dæmi um að samfélagið sé komið lengra en kerfið og það viti ekki hvernig eigi að tækla það. Ásýnd byltingarinnar breytist hins vegar þegar er komið inn í dómsal þar sem enginn viti í raun hvað átti sér stað og það geti haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þann sem er sakaður um slíka háttsemi. „Í dómsmáli skiptir hvert orð og hvert atvik máli þegar er verið að dæma. Það verður svolítið æpandi þegar þetta verður eins og fíll í herberginu, það veit enginn almennilega hvað gerðist,“ segir Auður. „Þær ásakanir sem varða kynferðislega áreitni geta náttúrulega haft gríðarleg áhrif á líf manneskjunnar sem er borin þessum sökum, hún getur misst vinnu, mannorð sitt í öllum samskiptum og jafnvel verið grunlaus um að það sé verið að segja svona sögur af sér. Það getur líka verið að það sé búið að ræna þig mannorðinu án þess að þú vitir af því.“Kristín Eysteinsdóttir segir að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis.Vísir/EgillLeikhússtjóri þurfti að bregðast við Auður segir það vera ljóst að það hafi aldrei verið ætlunin að ræna Atla mannorðinu. Þarna hafi leikhússtjóri einfaldlega þurft að bregðast við og ekki getað horft fram hjá upplifun kvennanna. „Það sem er raunverulegt er upplifun kvennanna. Þær koma þarna og þær eru þetta margar og þetta kemur úr nokkrum áttum þannig leikhússtjóri getur heldur ekki horft fram hjá því. Honum er skylt að tryggja öryggi fólks og ekki getur hann hundsað frásagnirnar.“Sjá einnig: Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursinsHún segir það vera mikilvægt að auðvelda farveg þessara mála og gera mönnum kleift að horfast í augu við það ef þeir hafi sýnt af sér hegðun sem ekki á að viðgangast. Byltingin hafi snúið að einhverju sem hafi lengi viðgengist í samfélaginu, verið mjög eyðileggjandi og ekki verið hægt að snerta á fyrr en nú. „Ætlunin er ekki að ræna hann mannorðinu, það er verið að bregðast við.“Heyra má viðtalið við Auði í spilaranum hér að neðan.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Sprengisandur Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00