Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 12:13 Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan: Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan:
Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira