Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 21:39 Julian Assange. EPA/NEIL HALL Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar. Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar.
Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira