Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:45 Shepard Smith og Tucker Carlson. Vísir/Getty Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira