Enski boltinn

Sterling: Held aldrei að þetta sé ekki minn dagur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling vísir/getty
Raheem Sterling skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Manchester City í 3-1 sigri City á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var mjög gott augnablik. Ég fékk færi fyrr í leiknum og skaut framhjá, en ég vissi að ég fengi annað færi,“ sagði Sterling eftir leikinn.

„Ég held aldrei að þetta sé ekki minn dagur. Ég er alltaf að bíða eftir tækifærinu.“

City komst yfir í leiknum en Everton jafnaði áður en fyrri hálfleikur var úti. Riyad Mahrez kom City yfir í seinni hálfleik og Sterling innsiglaði sigurinn undir lokin.

„Við vitum að ef það kemur eitthvað upp á í leikjum þá þurfum við bara að halda okkur við skipulagið.“

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar, völlurinn er þröngur og þeir mæta alltaf til leiks.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×