Enski boltinn

Xhaka gerður fyrirliði Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Granit Xhaka
Granit Xhaka vísir/getty
Granit Xhaka er orðinn fastur fyrirliði Arsenal eftir kosningu leikmanna liðsins.

Fyrirliðastaðan hjá Arsenal var laus eftir að Laurent Koscielny yfirgaf félagið í sumar. Xhaka hafði borið bandið í sex af átta leikjum Arsenal það sem af er tímabili.

Unai Emery leyfði leikmönnum sínum að kjósa hver þeir vildu að tæki stöðu fyrirliða og tilkynnti svo um valið á Xhaka á blaðamannafundi í gær.

Varafyrirliðar liðsins eru Pierre-Emerick Aubameyang, Hector Bellerin, Alexandre Lacazette og Mesut Özil.

Xhaka hefur ekki fengið alla stuðningsmenn Arsenal á sitt band í þeim leikjum sem hann hefur verið fyrirliði en Emery hefur trú á honum.

„Xhaka er þroskaður og með reynslu. Við lifum á tímum pressu og gagnrýni, hvort sem þú ert þjálfari, leikmaður eða félag,“ sagði Emery.

„Ég talaði við hann og við viljum breyta áliti almennigns á honum. Hann nýtur mikillar virðingar innanhúss og ég hef trú á honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×