Enski boltinn

Forest á toppinn í fyrsta skipti í fimm ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Forest fagna marki sínu
Leikmenn Forest fagna marki sínu vísir/getty
Nottingham Forest tyllti sér á topp ensku B-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld með sigri á Stoke á útivelli. Fulham vann Wigan með tveimur mörkum.

Forest mun sitja á toppi deildarinnar í það minnsta fram á morgun og er þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem liði vermir toppsæti deildarinnar.

Heimamenn í Stoke komust yfir snemma leiks með marki frá Lee Gregory en Joe Lolley jafnaði áður en hálfleikurinn var úti eftir mistök frá Jack Butland í marki Stoke.

Sammy Ameobi kom Forest yfir eftir tvær mínútur í seinni hálfleik og Lewis Grabban kom gestunum í góða stöðu á 61. mínútu.

Undir lokin klóraði Stoke í bakkann með marki frá James McClean en þrátt fyrir spennu síðustu mínúturnar kom jöfnunarmarkið ekki og lauk leiknum með 3-2 sigri Stoke.

Stoke hefur nú tapað sjö af níu deildarleikjum sínum og er komin nokkur pressa á knattspyrnustjórann Nathan Jones.

Fulham hafði ekki unnið fimm leiki í röð þegar þeir mættu Wigan á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld.

Mörk frá Joe Bryan og Tom Cairney breyttu því hins vegar og fór Fulham með nokkuð öruggan 2-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×