Enski boltinn

Klopp hrósar Matip: Ein bestu félagaskipti Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matip hefur vart stigið feilspor í vörn Liverpool undanfarna mánuði.
Matip hefur vart stigið feilspor í vörn Liverpool undanfarna mánuði. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði miðverðinum Joël Matip í hástert á blaðamannafundi í dag.

Matip kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Schalke sumarið 2016. Klopp segir að það séu ein bestu félagaskipti Liverpool á síðustu árum.

„Í heimi stórra félagaskipta er ótrúlegt að hafa fengið leikmann eins og Matip frítt,“ sagði Klopp.

Frá ársbyrjun hefur Matip leikið við hlið Virgils van Dijk í miðri vörn Liverpool og varla misst af leik.

„Hann hefur alltaf verið ótrúlega hæfileikaríkur. Hann var aðeins 18 ára þegar hann lék með Schalke í þýsku úrvalsdeildinni,“ sagði Klopp.

Liverpool sækir nýliða Sheffield United heim klukkan 11:30 á morgun. Þetta er fyrsti leikurinn í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

„Mane er besti leikmaður í heimi“

Ismaila Sarr, leikmaður Watford, segir að samlandi sinn og leikmaður Liverpool, Sadio Mane, sé besti leikmaður í heimi um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×