Erlent

Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Joe Biden og Jimmy Kimmel.
Joe Biden og Jimmy Kimmel.
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, segir síðustu daga hafa verið verulega undarlega og gefur þeim 18 af tíu á slíkum skala. Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu.

Í því símtali bað Trump Zelensky um að rannsaka Biden, pólitískan andstæðing sinn, með aðstoð Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, og William Barr, dómsmálaráðherra.

Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden



Biden sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af sjálfum sér. Það væri ekkert til í ásökunum Trump og Giuliani. Hann hefði hins vegar þó áhyggjur af því hvað væri að gerast með Trump og því hvernig hann hagi sér. Það væri mikið meira í húfi en hvernig Trump hagaði sér í garð hans.

Biden sagði samtal Trump við Zelensky vera blygðunarlausa misnotkun valds. Það væri ólíðandi og miðað við þau gögn sem lægju fyrir væri erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að um brot í embætti væri að ræða og brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.

„Ég hef trú á getu þingsins til að sjá um þetta. Mitt starf er að sigra hann,“ sagði Biden og bætti við að hann gæti ekki látið þetta mál trufla baráttu sína fyrir því að endurvekja gildi Bandaríkjanna.

Viðtal Kimmel við Biden var nokkuð lengra en það og hægt er að horfa á það hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi

Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi.

Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×