Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 15:30 Donald Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. AP/Richard Drew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. Forsetinn byrjaði ræðu sína á að lofa þjóðernishyggju og sagði snemma að allir vitrir þjóðarleiðtogar setji hagsmuni eigin borgara og ríki fyrst og bætti við að framtíðin tilheyri ekki „hnattvæðingarsinnum“, heldur tilheyrði hún „föðurlandsvinum“. Þar að auki gagnrýndi Trump fjölmiðla, menntunarstofnanir og samfélagsmiðla sérstaklega harðlega og sagði þá grafa undan lýðræði og málfrelsi. Þeir væru að ráðast á sögu, hefðir og gildi Bandaríkjanna. Þá sagði hann „varanlega stjórnmálastétt“ gera lítið úr vilja fólksins. Við það má bæta að Trump hlaut færri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa iðulega sakað samfélagsmiðla um að grafa undan röddum íhaldsmanna. Án þess þó að hafa getað sýnt fram á það með öðru en samsæriskenningum. Í ræðu sinni sagði Trump einnig að Bandaríkin stæðu með LGBTQ-fólki um heim allan og hvatti þjóðir heimsins til að afglæpavæða samkynhneigð.Sakaði Kína um þjófnað Hann talaði hvað verst um Venesúela, Íran og Kína, auk þess að skammast yfir aðgerðarsinnum og frjálsum félagasamtökum og sakaði um að stuðla að mansali á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem er alfarið innihaldslaus ásökun. Trump ráðlagði flótta- og farandfólki sem væri að íhuga að reyna að setjast að í Bandaríkjunum að gera það ekki. Þeim yrði ekki hleypt inn í Bandaríkin.Varðandi Kína gagnrýndi Trump ríkið fyrir efnahagsstefnu þess og sagði forsvarsmenn þess svindla og stela hugverkum. Sem dæmi nefndi hann fund sinn með forstjóra Micron Technology, sem sagði kínverskt fyrirtæki hafa stolið einkaleyfi af tækni þeirra, byrjað að selja eins vörur og þeir í Kína og víðar og á sama tíma hefðu yfirvöld Kína meinað Micron að selja vörur sínar þar í landi. Margar ásakanir af þessu tagi hafa beinst gegn Kína á undanförnum árum. Þá sagðist hann fylgjast náið með stöðu mála í Hong Kong, þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir undanfarnar vikur, og sagði að heimurinn allur byggist við því að Kínverjar stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong.Vill einangra Íran áfram Trump sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök víða um heim og að engar aðrar þjóðir ættu að styðja við „blóðþorsta“ Írana. Hann sagði koma til greina að styrkja viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Íran, breyti forsvarsmenn ríkisins ekki hegðun sinni. Hann stærði sig af því að hafa slitið Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallað, sem ætlað var að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Vill ekki leiðrétta sig Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist sem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 US President Donald Trump tells the #UNGA that "no responsible government should subsidise Iran's blood lust" and that US sanctions on Iran "will be tightened" unless the country changes its "menacing behaviour"https://t.co/VcbZRHn14g pic.twitter.com/TOAAZqVj99— BBC News (World) (@BBCWorld) September 24, 2019 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. Forsetinn byrjaði ræðu sína á að lofa þjóðernishyggju og sagði snemma að allir vitrir þjóðarleiðtogar setji hagsmuni eigin borgara og ríki fyrst og bætti við að framtíðin tilheyri ekki „hnattvæðingarsinnum“, heldur tilheyrði hún „föðurlandsvinum“. Þar að auki gagnrýndi Trump fjölmiðla, menntunarstofnanir og samfélagsmiðla sérstaklega harðlega og sagði þá grafa undan lýðræði og málfrelsi. Þeir væru að ráðast á sögu, hefðir og gildi Bandaríkjanna. Þá sagði hann „varanlega stjórnmálastétt“ gera lítið úr vilja fólksins. Við það má bæta að Trump hlaut færri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa iðulega sakað samfélagsmiðla um að grafa undan röddum íhaldsmanna. Án þess þó að hafa getað sýnt fram á það með öðru en samsæriskenningum. Í ræðu sinni sagði Trump einnig að Bandaríkin stæðu með LGBTQ-fólki um heim allan og hvatti þjóðir heimsins til að afglæpavæða samkynhneigð.Sakaði Kína um þjófnað Hann talaði hvað verst um Venesúela, Íran og Kína, auk þess að skammast yfir aðgerðarsinnum og frjálsum félagasamtökum og sakaði um að stuðla að mansali á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem er alfarið innihaldslaus ásökun. Trump ráðlagði flótta- og farandfólki sem væri að íhuga að reyna að setjast að í Bandaríkjunum að gera það ekki. Þeim yrði ekki hleypt inn í Bandaríkin.Varðandi Kína gagnrýndi Trump ríkið fyrir efnahagsstefnu þess og sagði forsvarsmenn þess svindla og stela hugverkum. Sem dæmi nefndi hann fund sinn með forstjóra Micron Technology, sem sagði kínverskt fyrirtæki hafa stolið einkaleyfi af tækni þeirra, byrjað að selja eins vörur og þeir í Kína og víðar og á sama tíma hefðu yfirvöld Kína meinað Micron að selja vörur sínar þar í landi. Margar ásakanir af þessu tagi hafa beinst gegn Kína á undanförnum árum. Þá sagðist hann fylgjast náið með stöðu mála í Hong Kong, þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir undanfarnar vikur, og sagði að heimurinn allur byggist við því að Kínverjar stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong.Vill einangra Íran áfram Trump sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök víða um heim og að engar aðrar þjóðir ættu að styðja við „blóðþorsta“ Írana. Hann sagði koma til greina að styrkja viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Íran, breyti forsvarsmenn ríkisins ekki hegðun sinni. Hann stærði sig af því að hafa slitið Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallað, sem ætlað var að koma í veg fyrir að Íranar kæmu upp kjarnorkuvopnum. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Vill ekki leiðrétta sig Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist sem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 Donald Trump's “America First” fixation was on stark display in his #UNGA19 speech, where he boasted of his accomplishments as president while emphasizing his nationalist ideology https://t.co/e6N08pyQDT pic.twitter.com/RXWyCVDatU— POLITICO (@politico) September 24, 2019 US President Donald Trump tells the #UNGA that "no responsible government should subsidise Iran's blood lust" and that US sanctions on Iran "will be tightened" unless the country changes its "menacing behaviour"https://t.co/VcbZRHn14g pic.twitter.com/TOAAZqVj99— BBC News (World) (@BBCWorld) September 24, 2019
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira