Enski boltinn

Mata: Verkefni Moyes var ómögulegt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moyes og Mata þegar sá síðarnefndi var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United í janúar 2014.
Moyes og Mata þegar sá síðarnefndi var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United í janúar 2014. vísir/getty
Í nýrri ævisögu sinni segir Juan Mata að David Moyes hafi fengið ómögulegt verkefni upp í hendurnar þegar hann tók við Manchester United af Sir Alex Ferguson 2013.

Eftir slæmt gengi var Moyes látinn taka pokann sinn þegar fjórir leikir voru eftir af tímabilinu 2013-14. Hann gerði sex ára samning við United en entist aðeins í tíu mánuði á Old Trafford.

„Það hlýtur að hafa verið erfitt að taka við af manni eins og Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra sögunnar. Það var ómögulegt,“ segir Mata í ævisögu sinni, Suddenly a Footballer: My Story.

„Eins og André Villas-Boas hjá Chelsea gerði hann sitt besta. Hann lagði allt í þetta en við spiluðum ekki nógu vel og úrslitin voru ekki nógu góð. Ég var leiður fyrir hans hönd því öllum leikmönnum finnst þeir bera ábyrgð þegar svona ákvörðun er tekin.“

Mata var annar tveggja leikmanna sem Moyes keypti meðan hann stýrði United. Félagið greiddi Chelsea 37,1 milljón punda fyrir Spánverjann í janúar 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×