Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones, Tsjernóbyl og Fleabag voru á meðal sigurvegara á Emmy-hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.
Game of Thrones, sem var að ljúka göngu sinni halaði í heildina inn tólf verðlaun, þar á meðal sem besta dramaþáttaröðin og þá fékk Peter Dinklage, sem túlkaði Tyrion Lannister, verðlaun sem besti aukaleikarinn.
Tsjernobyl, fékk tíu verðlaun og The Marvelous Mrs. Maisel átta.
Að neðan má sjá samantekt Imdb frá hátíðinni.
Bretar voru fyrirferðarmiklir á hátíðinni þetta árið. Leikkonan og framleiðandinn Phoebe Waller-Bridge var verðlaunuð fyrir bestu frammistöðu í grínhlutverki, bestu grínþættina og besta grínhandritið, en hún leikur í og skrifar þáttaröðina vinsælu Fleabag sem alls vann sex verðlaun.
Þá var Bretinn Jodie Comer valin besta leikkonan í dramaseríu fyrir hlutverk sitt í Killing Eve.
Líkt og síðustu Óskarsverðlaunahátíð ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að sleppa því að vera með sérstakan kynni á hátíðinni.
Sigurvegarar í helstu flokkum:
Besti aukaleikari í gamanþáttaröð
Tony Shalhoub, „The Marvelous Mrs. Maisel“
Besta aukaleikkona í gamanþáttaröð
Alex Borstein, „The Marvelous Mrs. Maisel“
Besti aðalleikari í gamanþáttaröð
Bill Hader, „Barry“
Besta aðalleikona í gamanþáttaröð
Phoebe Waller-Bridge, „Fleabag“
Besta raunveruleikasjónvarp
„RuPaul's Drag Race“
Besti aðalleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd
Jharrel Jerome, „When They See Us“
Besta aðalleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd
Michelle Williams, „Fosse/Verdon“
Besta stutta þáttaröð
„Chernobyl“
Besta aukaleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd
Patricia Arquette, „The Act“
Besti aukaleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd
Ben Whishaw, „A Very English Scandal“
Besta sjónvarpsmynd
„Black Mirror: Bandersnatch“
Besti grín/sketsaþáttur
„Saturday Night Live“
Besti spjallþáttur
„Last Week Tonight with John Oliver“
Besti aukaleikari í dramaþáttum
Peter Dinklage, „Game of Thrones“
Besta aukaleikkona í dramaþáttum
Julia Garner, „Ozark“
Besti aðalleikari í dramaþáttum
Billy Porter, „Pose“
Besta aðalleikona í dramaþáttum
Jodie Comer, „Killing Eve“
Bestu gamanþættir
„Fleabag“
Bestu dramaþættir
„Game of Thrones“
Á vef Emmy má sjá lista yfir alla sigurvegara og tilnefnda á verðlaunakvöldi gærkvöldsins. Fyrr í mánuðinum voru afhent Emmyverðlaun í fjölda annarra flokka. Þannig hann Hildur Guðnadóttir Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í Tsjernobyl-þáttunum um síðustu helgi.