Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:48 Thomas Cook ferðaþjónustan er á barmi gjaldþrots. getty/Alexander Hassenstein Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið. Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið.
Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent