Greiðum leiðina fyrir stúdenta Katla Ársælsdóttir skrifar 22. september 2019 14:18 Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar