"Þetta er algjört brjálæði“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. september 2019 21:00 „Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
„Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31